Framstuðari er endurhannaður og bíllinn situr mun lægra á fjöðrun en hefðbundinn Golf. Afturendi er meira breyttur með fjórum stórum púststútum og áberandi loftdreifara undir bílnum. Einnig er kominn áberandi vindskeið fyrir ofan afturgluggann. Framljósin verða díóðuljós með Matrix tækni. Þótt vélin sé sama tveggja lítra vél og í Golf GTI, verður hún tjúnuð fyrir mun meira afl. Samkvæmt innanbúðarskjölum sem láku frá hönnunadeild Volkswagen verður vélin 328 hestöfl sem er 32 hestöflum meira en í fyrri kynslóð. Þannig mun hann geta velgt bílum eins og Honda Civic Type-R undir uggum enda upptakið aðeins 4,5 sekúndur í hundraðið. Bíllinn verður líklega frumsýndur seinna á árinu en fer ekki í sölu fyrr en 2021.

Afturendinn er með nýjum loftdreifara og fjórum verklegum púststútum.