Þetta drægi setur hann skör ofar en keppinautana en Mercedes EQC og Audi e-tron hafa báðir um 400 km drægi. Framleiðsla á BMW iX3 hefst í sumarlok í Kína og miðast áætlanir við að bíllinn fari í sölu á þessu ári. BMW hefur enn ekki frumsýnt bílinn en myndirnar gefa góða hugmynd um hvernig hann muni líota út. Breytingar frá X3 miðast helst við breytingar á framenda og þá helst grilli og kæliinntaki, en einnig er afturendinn endurhannaður þar sem ekki þarf lengur að gera ráð fyrir pústkerfi. BMW hefur skráð nöfn á nokkrum gerðum, frá iX1 upp í iX9 sem gefur til kynna að fleiri rafjepplingar í mismunandi stærðum séu á leiðinni. Nýr iX3 verður með yfir 70 kWst rafhlöðu og 266 hestöfl með einum rafmótor. Einnig er von á útgáfu með tveimur rafmótorum og gæti aflið þá farið í 532 hestöfl.

Afturendinn er lítið breyttur nema stuðari sem er ekki lengur með úrtaki fyrir pústkerfi.
Frá verksmiðju BMW í Shenyang í Kína þar sem BMW iX3 er framleiddur.