Nýtt undir­af­brigði ó­míkron, BA5, hefur greinst á Ís­landi. Þetta stað­festir Þór­ólfur Guðna­son í sam­talið við Frétta­blaðið.

„Það hafa fjórir eða fimm ein­staklingar greinst með BA5 hér á Ís­landi,“ segir Þór­ólfur. „Þetta eru allt ein­staklingar sem hafa verið bólu­settir en ekki fengið Co­vid og þeir eru ekki al­var­lega veikir.“

Þór­ólfur segir erfitt að al­hæfa nokkuð um undir­af­brigðið á þessari stundu þar sem til­fellin séu fá, af­brigðið greindist fyrst í Suður-Afríku. „Við erum að reiða okkur á og fylgjast með upp­lýsingum frá út­löndum og það virðist vera að þetta sé kannski eitt­hvað meira smitandi heldur en fyrri ó­míkron af­brigði en að veikindin séu svipuð. Veikindin virðast ekki vera meiri eða að veiran hegði sér ein­hvern veginn öðru­vísi,“ segir hann.

Þá segir hann bólu­setningu ekki virðast koma í veg fyrir smit af BA5. „Bólu­setning hefur svo sem ekki verið að veita mikla vörn gegn ó­míkron en það er of snemmt að full­yrða eitt­hvað í þessu, og það er líka of snemmt að full­yrða hvaða vernd fyrri sýking veitir gegn þessu undir­af­brigði. Núna verðum við bara að fylgjast vel með,“ segir Þór­ólfur.