Um er að ræða Volvo V90 Cross Country AWD sem eru búnir sérstyrktum undirvagni, fjórhjóladrifi og kraftmikilli en sparneytinni 235 hestafla B5 Mild Hybrid dísil vél, segir í fréttatilkynningunni. Bílarnir verða með góðri veghæð sem gerir þá betri við þær margvíslegu aðstæður sem lögreglubílar þurfa að takast á við. Lögregluembættin á Íslandi hafa í áratugi notast við Volvo bíla í störfum sínum enda bílarnir öruggir, sterkbyggðir og rúmgóðir með sætum sem fer vel með bílstjóra og farþega. Volvo V90 Cross Country bílarnir fyrir lögregluembættin á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum verða afhentir í þremur skömmtum, 6 bílar á þessu ári, 7 bílar árið 2021 og 4 bílar byrjun árs 2022. Auk þessarar afhendingar fékk lögreglan á Vestfjörðum nýlega afhentan Volvo XC90 AWD sem verður staðsettur á Patreksfirði og mun þjóna víðfermu umdæmi lögreglunnar á svæðinu.