Tveir veiru­sjúk­dómar hafa greinst í kjúk­lingum á Rang­ár­búinu á Hóla­völlum í Land­sveit. Sjúk­dómarnir tveir eru út­breiddir í öllum fjórum húsum búsins, sem inni­halda tæp­lega fimm­tíu þúsund fugla saman­lagt. Mat­væla­stofnun hefur sett búið í ein­angrun.

Í til­kynningu frá MAST segir að reynt verði að út­rýma sjúk­dómunum áður en þeir ná fót­festu hér­lendis, en um er að ræða veiru­sjúk­dómana Gubmoro-veiki og inn­lyksa lifrar­bólgu.

„Grunur um smit­sjúk­dóm vaknaði eftir veikindi og aukin dauðs­föll á búinu í lok júlí og þá til­kynnti Reykja­garður hf. málið til Mat­væla­stofnunar. Stofnunin setti flutnings­bann á búið og upp­lýsti aðila sem tengdust búinu og ali­fugla­bændur um málið. Allir flutningar til og frá búinu eru bannaðir nema með sér­stöku leyfi stofnunarinnar,“ segir í til­kynningunni.

Sjúk­dómarnir finnast að­eins í fuglum og berst smit ekki í menn eða önnur spen­dýr. Fólk getur ekki smitast af fuglunum eða við neyslu á kjúk­linga­kjöti. Þá virðist smitið bundið við þetta eina bú og ekki er grunur um frekari út­breiðslu, en ekki er vitað með hvaða hætti sjúk­dómarnir bárust í búið.

Frekari upplýsingar um sjúkdómana, af vef MAST:

Helsta smit­hætta er frá fuglum, tækjum og tólum menguðum af fugla­driti en fólk getur einnig borið smit á milli búa ef smit­varnir eru ekki virtar. Að fenginni reynslu ná­granna­landa er mesta smit­hættan á búum þar sem sömu flutnings­tæki eru notuð, t.d. með fóður­bílum, sorp­hirðu eða slátur­bílum. Ali­fugla­bændur eru minntir á að tryggja smit­varnir. Báðar veirurnar eru líf­seigar, ó­næmar fyrir á­kveðnum sótt­hreinsi­efnum og geta lifað lengi í um­hverfinu.

Gum­boro veiki (e. Gum­boro disea­se / Infectious Bur­sal Disea­se - IBD) er bráð­smitandi veiru­sjúk­dómur sem veldur ó­næmis­bælingu í sýktum fuglum. Þekkt er að inn­lyksa lifrar­bólga komi upp í fuglum smituðum af Gum­boro veirunni þótt lifrar­bólgan geti komið upp ein og sér. Ein­göngu hænsn­fuglar geta veikst en aðrir fuglar svo sem kalkúnar eða endur geta verið ein­kennis­lausir smit­berar fyrir á­kveðin af­brigði veirunnar. Ís­land hefur fram til þessa verið talið laust við Gum­boro veiki.

Inn­lyksa lifrar­bólga (e. IBH - Inclu­sion Body Hepa­titis) er sjúk­dómur í eldiskjúk­lingum sem ekki hefur áður greinst á Ís­landi. Hann veldur venju­lega veikindum og dauðs­föllum í þriggja til sjö vikna gömlum fuglum. Dauðs­föll á búinu voru á milli 12% - 23%. Varp­hænur geta líka smitast og veikindi í fuglum í upp­eldi eru þekkt.

Sjúk­dómarnir eru land­lægir í flestum löndum þar sem ali­fugla­rækt er stunduð. Mark­mið Mat­væla­stofnunar er að út­rýma báðum sjúk­dómum hér­lendis.