„Þessir mælar munu gefa upp­lýsingar sem nýtast okkur til að skilja betur hvað er að gerast hérna beint undir okkur í þessu kviku­inn­skoti,“ segir Kristín Jóns­dóttir, hóp­stjóri náttúru­vá­r­vöktunar Veður­stofunnar, sem var við upp­setningu jarð­skjálfta­mæla á Reykja­nes­skaga í gær.

„Þetta eru mælar sem við höfum að láni frá Car­negi­e-há­skóla í Banda­ríkjunum. Þar er vísinda­kona sem heitir Diana Roma, sem kom hingað í tengslum við eld­gosið í fyrra og setti út þessa mæla. Hún skildi þá svo eftir hér, ef eitt­hvað kæmi upp. Nú er auð­vitað til­valið að nýta þá,“ segir Kristín.

Kristín Jónsdóttir, sérfræðingur hjá Veðurstofunni leiðir hópinn en með henni eru Ólafur Guðmundsson Bethany Van der Hoof og Yesim Cubuk Sabandu.
Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

„Við vonumst eftir því að geta nýtt okkur þessar upp­lýsingar til að geta fylgst betur með kviku­hreyfingum og skilið betur hvernig við getum nýtt okkur jarð­skjálfta­mælingar til þess að varpa ljósi á það sem fram fer hérna undir okkur,“ segir Kristín.

„Þetta er með bestu mælum sem völ er á. Svo­kallaður breið­bands­mælir,“ segir hún.

Mælirinn geti sýnt há­tíðni­hreyfingar upp í 250 rið og hægari hreyfingar með bylgjum allt niður í 20 sekúndna bylgju­lengd.