Þeir þing­menn sem taka nú í fyrsta sinn sæti á Al­þingi eða sátu þar ekki á síðasta kjör­tíma­bili mættu á skóla­bekk á þingi í dag. Þar var haldið nám­skeið á vegum skrif­stofu Al­þingis þar sem farið var yfir helstu þætti hins nýja starfs þeirra.

Kynningin fór fram í þing­sal og farið var yfir þing­störfin, starfs­að­stöðu al­þingis­manna og þjónustu skrif­stofu þingsins.

Elstu þrír þing­mennirnir eru allir úr röðum Flokks fólksins. Það eru þeir Tómas Andrés Tómas­son, odd­viti í Reykja­vík norður, sem er elsti ný­liðinn sem sest á þing 72 ára að aldri, Jakob Frí­mann Magnús­son, 68 ára og Guð­mundur Ingi Kristins­son.

Yngstu þrír þing­mennirnir eru hin 25 ára Lilja Rann­veig Sigur­geirs­dóttir úr Fram­sóknar­flokki, hin 28 ára Berg­lind Ósk Guð­munds­dóttir úr Sjálf­stæðis­flokki og hinn 29 ára gamli Jóhann Páll Jóhanns­son úr Sam­fylkingunni.

Berglind Ósk Guðmundsdóttir, Guðrún Hafsteindóttir, Sigmar Guðmundsson, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, Jódís Skúladóttir og Þórunn Sveinbjarnardóttir.
Fréttablaðið/Valli
Aldursforsetarnir Jakob Frímann Magnússon og Tómas Andrés Tómasson.
Fréttablaðið/Valli
Lilja Rann­veig Sigur­­geirs­dóttir úr Fram­sókn er yngsti þing­maðurinn.
Fréttablaðið/Valli
Vel fór á með nýjum þing­mönnum Sam­fylkingar, þeim Þórunni Svein­bjarnar­dóttur og Krist­rúnu Frosta­dóttur. Fyrir aftan þær standa Tómas Andrés Tómas­son og Ást­hildur Lóa Þórs­dóttir úr Flokki fólksins. Gísli Rafn Ólafs­son er nýr þing­maður Pírata.
Fréttablaðið/Valli
Orri Páll Jóhannsson, Vinstri grænum og Jóhann Páll Jóhannsson, Samfylkingu.
Fréttablaðið/Valli
Framsóknarþingmennirnir Ágúst Bjarni Garðarson og Jóhann Friðrik Friðriksson ásamt Stefáni Vagni Stefánssyni.
Fréttablaðið/Valli
Guðbrandur Einarsson, Berglind Ósk Guðmundsdóttir, Guðrún Hafsteindóttir, Sigmar Guðmundsson, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, Ágúst Bjarni Garðarson, Jódís Skúladóttir og Jóhann Friðrik Friðriksson.
Fréttablaðið/Valli