Í gær greindust 53 einstaklingar með COVID-19 veiruna í landinu. Heildarfjöldi tilfella á Íslandi er því 1.417 en virk smit hafa lækkað frá því í gær og eru nú 1017 miðað við 1046 í gær. Alls voru 1445 sýni tekin til greiningar en af þeim sem reyndust jákvæð voru 33 hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítala og 20 hjá Íslenskri erfðagreiningu.


Samkvæmt Covid.is hafa 60 einstaklingar náð bata á síðasta sólarhring, 1.025 manns hófu sóttkví í gær meðan 1.390 manns luku sóttkví. Alls hafa 23.640 sýni verið tekin í landinu.

Upplýsingafundur Almannavarna fer fram að venju klukkan 14:00 á eftir. Í dag mun Sara Dögg Svan­hild­ar­dótt­ir ver gestur á fundinum. Hún smitaðist af kór­ónu­veirunni en hef­ur nú náð sér og mun miðla af reynslu sinni af veikindum af völdum veirunnar. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn og Alma D. Möller, landlæknir munu einnig fara yfir stöðu mála.