Nýgengi kórónuveirusmita, þ.e. smit fyrir hverja 100 þúsund íbúa síðustu tvær vikur mælist hvergi lægra en á Íslandi sam­kvæmt töl­um sótt­varna­stofn­un­ Evrópu (ECDC) sem birtar voru í morgun. Á Íslandi mælast nú smitin 57,7 á hvern íbúa en Ísland og Finn­land eru einu rík­in sem eru með und­ir 100 smit á hverja 100 þúsund íbúa.

Samkvæmt nýjustu tölum covid.is eru smitin enn færri hér á landi, en í uppfærðum tölum mælist nýgengi innanlandssmita nú 43,6 en nýgengi, landamærasmita 10,9.

Ísland er meðal þeirra ríkja sem Sótt­varna­stofn­un Evr­ópu held­ur utan um upp­lýs­ing­ar um en það eru ríki ESB, EES og Bret­lands. Samkvæmttölum frá stofnuninni síðan í morgun eru flest eru smit­in í Lúx­em­borg eða 1.186 og 1.065,7 í Austurríki. Á Norðurlöndunum eru lang flest smit í Svíþjóð eða 577,3, þar á eftir kemur Danmörk með 265,3 smit.

Nýgengni innanlandssmita á Íslandi mælist nú 57,7
Fréttablaðið/Skjáskot

Litakóðar eru gefnir til að kynna stöðu faraldursins í hverju landi fyrir sig eins og sést á myndinni að ofan.

Hægt er að nálgast tölulegar upplýsingar evrópsku sóttvarnastofnunarinnar hér en þær eru uppfærðar daglega klukkan 11:00.