Kallað hefur verið eftir breytingum á útliti bílsins í Kína þar sem samkeppnin er sem mest í nýjum módelum. Einnig hafa verið gerðar breytingar á fjöðrunarkerfi Model Y að undanförnu og hafa bílar framleiddir í verksmiðjunni í Kína fengið slíka uppfærslu frá áramótum. Lúta þær breytingar að því að gera bílinn minna stífan með mýkri gormum og fleiri breytingum.
Tesla Model Y gæti fengið nýtt útlit á næsta ári segja heimildarmenn innan Tesla. MYND/TRYGGVI ÞORMÓÐSSON
Samkvæmt fréttamiðlinum Reuters er Tesla að endurhanna Model Y en breytingin mun eiga sér stað á næsta ári. Er þetta haft eftir þremur mismunandi aðilum hjá Tesla sem ekki vilja láta nafns síns getið, en verkefnið kallast Project Juniper. Verða breytingar gerðar á bæði ytra og innra útliti bílsins ásamt einhverjum tæknibúnaði.
Mest lesið
- Í dag
- Í vikunni
Fleiri fréttir
Fleiri fréttir