Kallað hefur verið eftir breytingum á útliti bílsins í Kína þar sem samkeppnin er sem mest í nýjum módelum. Einnig hafa verið gerðar breytingar á fjöðrunarkerfi Model Y að undanförnu og hafa bílar framleiddir í verksmiðjunni í Kína fengið slíka uppfærslu frá áramótum. Lúta þær breytingar að því að gera bílinn minna stífan með mýkri gormum og fleiri breytingum.