Í dag var ný stjórn Sam­bands ís­lenskra fram­halds­skóla­nema á aðal­þingi sam­bandsins í Ver­öld, húsi Vig­dísar. Yfir sjö­tíu nem­endur frá sex­tán fram­halds­skólum sóttu þingið og mótuðu stefnu sam­bandsins.

Andrea Jóns­dóttir, nemi í Mennta­skólanum í Hamra­hlíð var endur­kjörið sem for­seti, Aníta Sól­ey Scheving var kjörin vara­for­seti, Stefán Ingi Víðis­son var endur­kjörinn al­þjóða­full­trúi og Salka Sig­mars­dóttir er gjald­keri. Á­samt þeim voru þau Rakel Jóna Ás­björns­dóttir, Val­gerður Eyja Ey­þórs­dóttir og Róbert Dennis Solomon kosin í stjórn.

„Mál­efni ungs fólks hafa verið undir í líðandi heims­far­aldri og var ungt fólk sam­mála um að stjórn­völd þurfi að boða nem­endur að borðinu þegar mál­efni þeirra bera á góma.“ segir í til­kynningu frá SÍF.

Sam­hugur var með nem­endum um að veru­legur skortur væri á fræðslu kennara um mál­efni hin­segin nem­enda og nem­enda með sér­úr­ræði. Önnur mál eins og stöðnuð nám­skrá og þátt­taka í at­vinnu­lífinu voru um­ræðu­efni og þykir fram­halds­skóla­nemum að al­mennt séu þau ekki til­búin á vinnu­markað við út­skrift.

„Á næstu misserum mun sam­bandið efla tengsl nem­enda­fé­laga og sjá til þess að allir fram­halds­skóla­nemar á landinu starfi saman að sam­eigin­legum hags­muna­málum. Ég er full­viss um það að saman stöndum við sterkari og fáum þann hljóm­grunn sem við eigum vissu­lega skilið,” er haft eftir Andreu Jóns­dóttur, endur­kjörnum for­seta SÍF.