46 ný smit kór­ónu­veirunn­ar greind­ust und­an­far­inn sól­ar­hring í Danmörku. Greind smit í landinu hafa ekki verið jafn fá síðan um miðjan mars.

Samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum í Danmörku voru 46 greindir í gær og hafa því alls 10.713 einstaklingar smitast af COVID- 19 í landinu. Þá eru 533 einstaklingar látn­ir af völd­um veirunn­ar.

Smitum fjölgar því enn þá, en dagleg smit hafa ekki verið færri frá því í mars.

Í upphafi faraldursins voru mun færri skimaðir fyrir kórónuveirunni en nú og gæti þetta því verið merki um að faraldurinn sé á niðurleið í Danmörku. Í mars voru aðeins einstaklingar skimaðir sem höfðu nýlega ferðast á há-áhættusvæði eins og til Ítalíu. Nú er hafa Danir hins vegar byrjað að skima almenning fyrir veirunni og því gleðitíðindi að sjá færri jákvæð próf en í byrjun faraldursins þegar færri próf voru tekin.

Alls hafa um 400.000 sýni verið tekin í Danmörku.