Nýjustu tölur landlæknis á Covid.is sýna að ný smit síðasta sólarhring eru 69. Virk smit í ladninu eru nú 1.054 og er það nýtt hámark síðan metfjöldi 2. apríl fór í 1.046.

Alls voru 1.754 sýni tekin til greiningar en af þeim sem reyndust jákvæð voru 59 hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítala og 10 hjá Íslenskri erfðagreiningu.

Upplýsingafundur Almannavarna fer fram að venju klukkan 14:00 á eftir. Gestir fundar almannavarna í dag verða Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, og Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknr mun einnig fara yfir stöðu mála.