Ný siða­nefnd Há­skóla Ís­lands hefur tekið til starfa eftir að Henry Alexander Henrys­son, Sól­veig Anna Bóas­dóttir og Skúli Skúla­son sem skipuðu siða­nefnd Há­skóla Ís­lands sögðu af sér í lok febrúar vegna af­skipta Jóns Atla Bene­dikts­sonar rektors Há­skóla Ís­lands.

Aðal­heiður Jóhanns­dóttir, prófessor er nýr for­maður nefndarinnar en hún var skipuð af há­skóla­ráði sam­kvæmt til­nefningu rektors. Með henni sitja Amalía Björns­dóttir, prófessor, skipuð af Fé­lagi prófessora og Ár­mann Höskulds­son, rann­sókna­prófessor, skipaður af Fé­lagi há­skóla­kennara.

Nefndin er skipuð til 31. desember 2022.

Af­sögn frá­farandi nefndar kom til vegna kæru Berg­sveins Birgis­sonar, rit­höfunds, en hann á­sakaði Ás­geir Jóns­son, seðla­banka­stjóra, um rit­stuld í nýjustu bók sinni Eyjan hans Ingólfs. Siða­nefnd Há­skóla Ís­lands ætlaði að taka málið til efnis­legrar með­ferðar.

Í febrúar var svo greint frá því að Siða­nefndin hefði sagt af sér og að það hafi verið vegna af­skipta Jóns Atla Bene­dikts­sonar, rektors Há­skóla Ís­lands.

Jón Atli hefur sjálfur hafnað því að hafa haft af­skipti af máli seðla­banka­stjóra.