For­sætis­ráð­herra, Katrín Jakobs­dóttir, segir að Al­þingi verði ekki sett og ný ríkis­stjórn ekki mynduð fyrr en að kjör­bréfa­nefnd lýkur störfum. Þetta sagði Katrín í kvöld­fréttum RÚV í kvöld.

Í dag er mánuður frá því að kosningar fóru fram og ganga við­ræður stjórnar­flokkanna vel að sögn Katrínar. Hún segir stærstu á­skoranirnar í við­ræðunum vera mál sem tengjast lofts­lags­vánni, mál tengd stöðu ríkis­fjár­mála og efna­hags­mála og hvernig eigi að byggja sam­fé­lagið upp eftir heims­far­aldur kórónu­veirunnar.

Hún segir að ekki sé farið að ræða skiptingu ráðu­neyta. Það verði ekki gert fyrr en að mál­efna­samningur liggur fyrir.

„Og það er þannig að þó að þetta séu sömu flokkar að ræða saman þá er þetta samt þannig að það skiptir máli að horfa til endur­nýjaðs um­boðs, nýrra verk­efna á nýju kjör­tíma­bili og það tekur bara eðli­legan tíma,“ sagði Katrín í kvöld­fréttum á RÚV í kvöld.

Þá kom fram að lík­legt sé að kjör­bréfa­nefnd ljúki sínum störfum í næstu viku.