Ný streymis­síða undir nafninu Popcorntime er komin í loftið og er síðan hýst á ís­lensku léni. Hægt er að horfa á myndir og þætti með ó­lög­legum hætti á síðunni. Hall­grímur Kristins­son, stjórnar­for­maður Fé­lags rétt­hafa í sjón­varps-og kvik­mynda­iðnaði (FRÍSK) hafði ekki heyrt af síðunni þegar Frétta­blaðið hafði sam­band en segir þetta vera slæma þróun.

Um er að ræða streymis­síðu eða for­rit sem heitir Popcorntime og nýtist síðan við Tor­rent niður­hals­for­ritið og notast í raun og veru eins og Net­flix utan þess að efnið sem þar er að finna er ekki fengið með lög­legum hætti. Sé farið inn á síðuna er net­verjinn beðinn um að niður­hala for­ritinu Popcorntime og full­yrt að þjónustan verði aldrei tekin niður.

Hall­grímur, sem eins og áður segir hafði ekki heyrt af síðunni sem er undir ís­lensku léni, bendir á að sam­bæri­leg Popcorntime síða hafi verið tekin niður í Noregi en efnið sem þar er að finna er ekki þar með leyfi rétt­hafa.

Eins og sjá má er notandinn beðinn um að niðurhala Popcorntime forritinu.
Fréttablaðið/Skjáskot

„Ef þetta er það sama og Popcorntime er þetta auð­vitað ó­lög­legt og hefur til að mynda verið blokkað og bannað í Noregi. Ég geri ráð fyrir því að þetta sé það sama,“ segir Hall­grímur sem bendir á á­byrgð ISNIC, sem sér um skráningu ís­lenskra léna í þessum efnum.

„ISNIC virðist að mörgu leyti taka geð­þótta­á­kvarðanir þegar svona mál koma upp og að mínu mati er það slæm þróun að margir er­lendir aðilar séu farnir að nýta ís­lensk lén undir svona starf­semi eins og þessa,“ segir Hall­grímur sem spyr hvort það sé staða sem unað verði við, að sjó­ræningja­síður séu hýstar á ís­lenskum lénum.

„Yfir­leitt eru falsaðir not­endur á bak­við svona síður, þó maður auð­vitað viti það ekki fyrir víst og sam­kvæmt reglum ISNIC þurfa að vera réttar upp­lýsingar á bak­við öll lén þannig að sjálf­sögðu ættu þeir að taka þessa síðu niður,“ segir Hall­grímur sem segir að það sé vond þróun að ó­lög­leg fyrir­tæki nýti sér ís­lensk lén.

„Ég geri bara ráð fyrir því að þetta sé það sama og Popcorntime. Þetta er að öllum líkindum ein­hver gæi úti í heimi með þetta skráð í gegnum ein­hverja leyniléna­þjónustu og yfir­leitt er það þannig. Mín sýn á þetta mál er að þetta sé vond þróun og það er mjög sér­stakt ef þetta fær að við­gangast,“ segir Hall­grímur. Ekki náðist í ISNIC við vinnslu þessarar fréttar.