Áður ó­­­birt mynd­­skeið af eld­fl­aug­­a­­á­r­ás Íran­­a á Al Asad flug­h­er­­stöð­­in­­a í Írak 8. jan­­ú­­ar í fyrr­­a var sýnt í band­­a­r­ísk­­a frétt­­a­­skýr­­ing­­a­þ­ætt­­in­­um 60 Min­­u­t­es. Her­­menn í her­­stöð­­inn­­i ótt­­uð­­ust að þeir mynd­­u láta líf­­ið í á­r­ás­­inn­­i en sam­­kvæmt Band­­a­­ríkj­­a­h­er féll eng­­inn. Meir­­a en hundr­­að hlut­­u mis­­al­v­ar­­leg­ar heil­­a­­skemmd­­ir og mikl­­ar skemmd­­ir urðu á her­­stöð­­inn­­i.

Á­rás­in var hefnd fyr­ir það er Band­a­ríkj­a­her, að til­skip­un Don­ald Trumps þá­ver­and­i for­set­a, réð ír­ansk­a hers­höfð­ingj­ann Qass­em So­leim­an­i af dög­um 5. jan­ú­ar sama ár á flug­vell­in­um í Bagd­ad, höf­uð­borg Íraks. Trump sagð­i hers­höfð­ingj­ann­a „hryðj­u­verk­a­mann núm­er eitt í heim­in­um.“

Í á­rás­inn­i féll einn­ig Abu Mahd­i al-Mu­hand­is, leið­tog­i upp­reisn­ar­hóps­ins Kata'ib Hez­boll­ah. Band­a­ríkj­a­menn saka þá um að hafa stað­ið að á­rás­um á band­a­rísk­a her­menn í Írak og gerð­i flug­her lands­ins loft­á­rás á bæk­is­stöðv­ar þeirr­a í Sýr­land­i í síð­ust­u viku.

Sam­kvæmt band­a­rísk­um her­mönn­um sem voru í Al Asad her­stöð­inn­i er á­rás­in var gerð héld­u marg­ir hverj­ir að þett­a væri þeirr­a síð­ast­a stund. Sam­kvæmt und­ir­of­urst­an­um Sta­ci Col­em­an bár­ust upp­lýs­ing­ar um að á­rás­in væri yf­ir­vof­and­i og þurft­i að á­kveð­a í skynd­i hverj­ir ættu að rýma stöð­in­a og hverj­ir ættu að vera eft­ir til að verj­a hana.

„Ég á­kvað hverj­ir ættu að lifa og hverj­ir ættu að deyj­a,“ sagð­i Col­em­an í vitn­is­burð­i í fyrr­a. „Ég hélt í al­vör­unn­i að hver sem yrði eft­ir mynd­i fall­a. Ég trúð­i ekki að nokk­ur gæti lif­að af skot­flaug­a­á­rás og mér leið illa og eins og ég gæti ekk­ert gert,“ sagð­i und­ir­of­urst­inn enn frem­ur.

Í við­tal­i við 60 Min­u­tes sagð­i Alan Joh­son maj­ór, sem stadd­ur var í her­stöð­inn­i er á­rás­in varð, að hann hafi feng­ið þær upp­lýs­ing­ar að Íran­ir „ætl­uð­u sér að jafn­a þess­a her­stöð við jörð­u og kannsk­i mynd­um við ekki lifa af.“ Hann ótt­að­ist það verst­a og tók upp mynd­skeið til fjöl­skyld­u sinn­ar ef ske kynn­i að hann féll­i í á­rás­inn­i. „Þú veist allt­af í hjart­a þínu að ég elsk­a þig, allt í lagi? Bless minn kæri,“ sagð­i hann í mynd­skeið­in­u og beind­i orð­um sín­um til son­ar síns sem þá var sex ára gam­all.