Báðir bílarnir munu koma á sama raf bílaundirvagni og fá talsverða torfærueiginleika að sögn VW. Einnig verður lögð áhersla á burðargetu þeirra en þeir munu koma í bæði atvinnu- og einstaklingsútgáfum. Bílarnir verða framleiddir fyrir Ameríkumarkað en ekkert hefur verið gefið upp enn þá um hvort von sé á þeim til Evrópu í framhaldinu.
Myndin sýnir vel að hátt er undir nýja Scout-jeppann og -pallbílinn. MYND/SCOUT MOTORS
Volkswagen mun frumsýna fyrstu frumgerðir Scout síðar á árinu en bæði jeppi og pallbíll frá Scout Motors eru væntanlegir á markað árið 2026. Merkið lét frá sér nýja mynd af bílunum í vikunni sem sýnir kassalaga hönnunina við sólarlag. Þar er kassalaga útlit bílanna vel sýnilegt sem og mikil veghæð þeirra.
Mest lesið
- Í dag
- Í vikunni
Fleiri fréttir
Fleiri fréttir