Bíllinn líkist nokkuð systurbílum sínum en er með mjórri framenda og sportlegri afturenda. Minni hlífar eru líka í kringum hjólbogana en á þeim. Búast má við svipaðri innréttingu og í Toyota bílnum með stórum snertiskjá í miðjustokki. Helstu breytingarnar verða þó tölvustýrt DIRECT4 fjórhjóladrifið og tölvustýrt stýri sem verður án stýrismaskínu. Er það tengt fjórhjóladrifinu og getur breytt átaki eftir hraða. Líklegt er að við sjáum bílinn bæði með nýju stýri sem skyggir ekki á mælaborðið, en einnig hefðbundnu stýri fyrir markaði sem leyfa ekki slíkan búnað.