Með því að bjóða upp á tvinnútfærslu getur merkið, líkt og hjá Suzuki, náð mengunarmörkum sínum. Núverandi Mazda 2 hefur verið á markaði síðan 2014 og er ekki með tvinnútfærslu. Hvort samstarfið muni ná til fleiri bíla í framtíðinni er óvíst, en hjá Suzuki hafa tveir Toyota-bílar fengið Suzuki-merkið. Eru það Corolla í formi Suzuki Swace og RAV4 í formi Across.