Með því að bjóða upp á tvinnútfærslu getur merkið, líkt og hjá Suzuki, náð mengunarmörkum sínum. Núverandi Mazda 2 hefur verið á markaði síðan 2014 og er ekki með tvinnútfærslu. Hvort samstarfið muni ná til fleiri bíla í framtíðinni er óvíst, en hjá Suzuki hafa tveir Toyota-bílar fengið Suzuki-merkið. Eru það Corolla í formi Suzuki Swace og RAV4 í formi Across.
Mazda 2 gæti líkst Yaris mikið fyrir utan atriði eins og ljósabúnað og notað sama vélbúnaðinn.
Mazda, líkt og Suzuki, gæti verið á leiðinni með Mazda 2 í formi Yaris eftir tvö ár. Kemur það fram í nýrri kynningu fyrir fjárfesta á vegum fyrirtækisins, en þar er sagt frá samstarfi Mazda og Toyota og áætlunum um að smíða bíl byggðan á Yaris-tvinnútfærslunni. Líklega verður bíllinn smíðaður af Toyota við hlið Yaris í verksmiðju Toyota í Norður-Frakklandi.
Mest lesið
- Í dag
- Í vikunni
Fleiri fréttir
Fleiri fréttir