Raf hlaðan er með 10% meiri þéttleika en áður og til að hámarka drægi munu fjórhjóladrifsútgáfur geta ekið í tvíhjóladrifi þegar það á við. Öf lugri raf bílar munu ná meiri hröðun með E-GMP undirvagninum eða úr kyrrstöðu í hundrað km hraða á innan við 3,5 sekúndum. Þeir munu ná allt að 260 km hámarkshraða. Nýi undirvagninn mun auk þess skila rafbílunum betri aksturseiginleikum, meira öryggi og meira innanrými. Kia Motors, sem er innan Hyundai Motor Group samsteypunnar, ætlar sér að vera leiðandi í þróun raf bíla með hinum nýja E-GMP undirvagni. Kia, Hyundai og Genesis tengjast í gegnum þessa öflugu suður-kóresku samstæðu. Líkt og MEB undirvagn Volkswagen er E-GMP undirvagninn stækkanlegur sem þýðir að hann verður notaður undir margar stærðir bíla. Hyundai vonar að undirvagninn muni selja milljón rafbíla fyrir merkið á næstu fimm árum, en hann mun fara í 25 nýja rafbíla fyrir 2025. Fyrsti bíllinn til að fá nýja undirvagninn verður Ioniq 5 rafjepplingurinn sem kemur strax á næsta ári. Næstur í röðinni er smájepplingur frá Kia, Hyundai Prophecy árið 2022 og svo hafa allavega tveir Ionic bílar í viðbót verið merktir honum fyrir 2024. Talað er um að heitari N-útgáfur verði einnig bráðum í boði með allt að 600 hestafla rafmótorum.

Meðal bíla sem munu fá nýja undirvagninn á næstu árum eru Hyundai Prophecy, Ioniq 7 og Ionic 5.