Rafdrifin útgáfa Mini Cooper verður framleidd í Kína á undirvagni sem var hannaður í samstarfi BMW við kínverska framleiðandann Great Wall. Bensínútgáfur bílsins verða þó áfram smíðaðar í Oxford í Bretlandi en sá undirvagn er algerlega hönnun BMW. Þrátt fyrir að mismunandi undirvagn sé undir bílunum er yfirbygging þeirra sú sama. Rafdrifin Cooper E-útgáfa verður með 40 kWst rafhlöðu en SE-útgáfan fær 54 kWst rafhlöðu. Það mun bæta drægi bílanna en það verður á bilinu 320 til 400 kílómetrar. Jafnvel gæti verið von á öflugri JCW-útgáfu í framhaldinu. Rafdrifnar útgáfur bílsins koma á markað í apríl á næsta ári en bensínútgáfurnar í júlí. Innandyra verður nýr hringlaga margmiðlunarskjár í miðju mælaborðsins. Í stað skjásins á stýristúpunni fyrir framan ökumann er nú kominn framrúðuskjár.
Útlitið er nýtt með kunnuglegum framenda en meira afturhallandi framrúðu og að aftan koma trapísulaga afturljós. MYND/MINI
Von er á fjórðu kynslóð Mini Cooper-smábílsins á markað á næsta ári en hann verður frumsýndur á bílasýningunni í München á þessu ári. Von er á rafdrifinni útgáfu ásamt tveimur gerðum bensínvéla.
Mest lesið
- Í dag
- Í vikunni
Fleiri fréttir
Fleiri fréttir