Í dag var undir­ritaður samningur um nýja heilsu­gæslu­stöð í Mos­fells­bæ. Starfs­fólk hefur hafið undir­búning starf­seminnar á nýrri stöð.
Í til­kynningu frá heilsu­gæslunni er beðist vel­virðingar á því hversu erfið­lega hefur gengið að sinna í­búum um­dæmisins og segir að bæði hafi ó­vænt veikindi starfs­manna og breytingar á mönnum haft þær af­leiðingar að lækna­skortur var á heilsu­gæslunni.

Í síðustu viku var greint frá því á vef Frétta­blaðsins að lækna­vakt heilsu­gæslunnar hafi verið lokuð vegna veikinda lækna.

„Þetta stendur þó allt til bóta og mönnun að komast í betra form. Einnig er verið gera á­kveðnar breytingar á innra starfi og fyrir­komu­lagi sem leiða vonandi til betri þjónustu við íbúa bæjarins. Við gerum allt sem við getum til að þjóna okkar fólki sem best og okkur þykir miður að við höfum ekki náð að gera eins vel og við hefðum viljað þessa dagana,“ segir í til­kynningunni.

Fólki er að lokum þökkuð bið­lundin og traust og því heitið að efla heilsu­gæsluna.

„Það eru þó bjartari dagar í vændum með betri mönnun og betra að­gengi að þjónustu.“

Til­kynninguna er hægt að lesa hér í heild sinni.