Í nýrri grein í hinu virta vísinda­riti Science er haldið fram að fyrsti ein­stak­lingurinn til að smitast af Co­vid-19 til að smitast hafi verið sölu­maður á markaði með dýra­af­urðir í Wu­han og til­fellið hafi komið upp nokkrum vikum áður en það sem hingað til hefur verið talið fyrsta smitið.

Margar kenningar hafa verið uppi um upp­runa far­aldursins. Því hefur verið haldið fram að hann hafi smitast frá dýri í mann á markaðnum, sloppið út af rann­sóknar­mið­stöð í borginni eða á ein­hvern annan hátt. Málið hefur orðið að milli­ríkja­deilu milli Kína og Banda­ríkjanna.

Aðal­höfundur greinarinnar er Dr. Michael Wor­obey, einn helsti sér­fræðingur heims í þróun vírusa við Arizona­há­skóla í Banda­ríkjunum. Hann kom auga á ó­sam­ræmi í gögnum um tíma­línu far­aldursins er hann fór yfir gögn sem birt hafa verið um málið. Hann skoðaði einnig við­töl sem kín­verskir miðlar tóku við fólk sem talið var að væru þau fyrstu til að smitast af Co­vid.

Greinin kastar rýrð á um­deilda skýrslu Al­þjóða­heil­brigðis­mála­stofnunarinnar (WHO) og þá tíma­línu sem þar er sett fram um upp­haf far­aldursins. Wor­obey heldur því fram að tengsl sölu­mannsins við Huanan-fisk­markaðinn, á­samt nýrri greiningu á tengslum sjúk­linga sem lögðust inn vegna Co­vid við markaðinn, bendi sterk­lega til þess að far­aldurinn hafi átt upp­tök sín þar og hann hafist um miðjan nóvember 2019 en ekki desember.

Rann­sóknir á breytingum í erfða­efni Co­vid hafa bent til þess að fyrsta smitið hafi orðið um miðjan nóvember 2019, vikum áður en fisk­salinn smitaðist. Wo­bor­bey hefur sjálfur gert slíkar rann­sóknir.

Veg­far­endur í ná­grenni Huanan-fisk­markaðsins 20. janúar í fyrra.
Fréttablaðið/EPA

Í lok desember 2019 urðu læknar á sjúkra­húsum í Wu­han varir við að undar­leg til­felli lungna­bólgu greindust hjá fólki sem tengdist fisk­markaðnum. Þann 30. desember fóru yfir­völd fram á að spítalar til­kynntu um öll til­felli sem tengdust honum enda óttuðust þau að um nýjan vírus í líkingu við SARS-veiruna væri að ræða en sá far­aldur dýra­markaði í landinu árið 2003. Yfir­völd fyrir­skipuðu lokun Huanan-markaðarins 1. janúar 2020. Þrátt fyrir það fjölgaði til­fellum hratt.

Þann 11. janúar 2020 sögðu yfir­völd í Wu­han að fyrsta til­felli Co­vid hefði greinst 8. desember árið áður. Hinn smitaði hafði engin tengsl við markaðinn. Sjúk­dóma­vist­fræðingurinn Peter Daszak, sem tók þátt í rann­sókn WHO, segir að greining Wo­bor­ey hafi sann­fært sig um að niður­stöður rann­sóknarinnar væru rangar, þar á meðal að fyrsta smitið hafi greinst 8. desember 2019.

Fólk með and­lits­grímur í Wu­han 29. desember 2019.
Fréttablaðið/EPA

„Í ellefu milljón manna borg tengist um helmingur fyrstu til­fella svæði sem er á stærð við fót­bolta­völl. Það verður mjög erfitt að út­skýra þetta mynstur ef far­aldurinn hófst ekki á markaðnum“, segir Wor­obey í greininni.

Sam­kvæmt sér­fræðingum sem New York Times ræðir við, þar á meðal einn sem vann að rann­sókn WHO, er rann­sóknar­vinna Wor­obey traust­vekjandi og að fyrsta smitið væri að öllum líkindum hjá sölu­manni á markaðnum.

Sumir þeirra segja þó að frekari sönnunar­gögn þurfi til að svara spurningunni um upp­runa Co­vid endan­lega. Þeir segja að vírusinn hafi að öllum líkindum smitað fyrsta ein­stak­linginn áður en sölu­maðurinn smitaðist og síðan náð flugi í gegnum markaðinn.

„Ég er ekki ó­sam­mála greiningunni. Ég er hins vegar ekki sam­mála því að gögnin séu nógu góð eða nægi til þess að full­yrða eitt­hvað með mikilli vissu, að því undan­skyldu að á Huanan-fisk­markaðnum varð klár­lega stór hóp­sýking“, segir veiru­fræðingurinn Dr. Jes­se Bloom. Hann segir greinina ekki vera þá fyrstu til að benda á van­kanta í rann­sókn WHO, sem unnin var í sam­starfi við kín­versk yfir­völd.