Þessi útgáfa verður með 2,8 lítra vélinni og skilar hún 201 hestafli svo eflaust er verið að höfða til kaupenda Ford Ranger Raptor sem hefur verið vinsæll hérlendis sem erlendis. Að innan verður sportinnrétting með GR-merktum sætum og mottum ásamt álpedulum. Bíllinn mun áfram geta dregið 3,5 tonn og borið tonn á pallinum þrátt fyrir breytingarnar. Von er á bílnum á markað í sumar en hingað kemur hann á seinni hluta ársins.