Á Fréttavaktinni í kvöld verður fjallað um útför Elísabetar II Bretlandsdrottningar fór fram í Lundúnum í morgun, að viðstöddum helstu þjóðarleiðtogum heims.   Meðal þeirra var forseti Íslands og forsetafrú.

Gríðarleg öryggisgæsla var við útförina enda afar sjaldgæft að svo margir þjóðarleiðtogar og konungbornir víða að úr heiminum séu saman komnir við eina og sömu athöfnina.

Breska sendiráðið við Laufásveg var lokað í dag vegna útfarar drottningarinnar. Blaðamaður tók ferðamenn í miðborginni tali sem ræddu útsendinguna frá útförinni og Karl konung.

Breskur ríkisborgari sem búsettur er á Íslandi segist upplifa sig í furðulegri stöðu þegar hann fylgist með útsendingu frá útför drottningarinnar.

Alexandra Briem formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar segir að umdeild hjólastæði við Geirsgötu hafi reynst klúður.