Á Fréttavaktinni í kvöld segjum við frá því að Lilja Dögg Alfreðsdóttir var tekjuhæsti ráðherra ríkisstjórnarinnar í fyrra. Tekjuhæsti forstjóri landsins þénaði 41 milljón á mánuði. Skattskrár voru birtar í dag. 

Ísland er uppselt.  Ferðaþjónustufyrirtækji verða að vísa mörgum erlendum ferðamönnum frá sem vilja koma til landsins.  Naflaskoðun og uppbygging er nauðsynleg segir formaður samtaka ferðaþjónustu

Nýjar og gamalreyndar lausnir verðra kynntar í leikskólamálum í borgarráði í fyrramálið.  Foreldarar sem hafa ekki leikskólapláss hafa skipulagt hústökuleikskóla í Ráðhúsinu

Vonarskarð er einhver dýrðlegasti og kyrrlátasti staður landsins þar sem vötnin skipta sér á milli norðurs og suður. Sigmundur Ernir og Tómas Guðbjartsson ljúka upp þeim leyndarstað á eftir.