Á Fréttavaktinni í kvöld mánudaginn 22. ágúst höldum við áfram að fjalla um hina hörmulegu atburðum sem áttu sér stað á Blönduósi í gær. Samúðarkveðjur hafa streymt norður. Forseti Íslands, forsætisráðherra ásamt fleirum hafa sent íbúum samúðarkveðjur í dag. 

Við ræðum við séra Magnús Magnússon prest á Blönduósi um líða fólks þar í dag. Einnig verður rætt við sérfræðingur í áfallahjálp sem er meðal þeirra sem aðstoðar íbúa Og að öðrum málum.

Guðni Ágústsson fyrrverandi ráðherra segir til skammar hvernig sögusetrið á Hvolsvelli hafi drabbast niður og lítið sé gert til að halda Njálssögu, höfuðdjásni íslenskra fornbókmennta á lofti. 

Og svokölluð hraðbrúðkaup voru haldin í dag á vegum Siðmenntar.  Hvorki meira né minna en 23 hjónavígslur fóru fram í dag.  Við ræðum við hjón sem gengu í dag í hnapphelduna með stuttum fyrirvara.