Ingunn Lára Kristjáns­dóttir og Oddur Ævar Gunnars­son fara yfir fréttir dagsins. Þar ber ó­veðrið hæst en einnig er rætt um meint hryðju­verk og það að lög­reglan heldur að sér höndum þegar kemur að upp­lýsinga­gjöf. Næsti upp­lýsinga­fundur lög­reglunnar verður á mið­viku­dag. Noelle Lambert í­þrótta­kona er ein kepp­enda í fer­tugustu og þriðju seríu Survi­vor. Hún er með gervi­fót og sá er frá Össuri.

Gríðar­legt tjón varð víðs vegar um landið í ó­veðrinu sem hófst um helgina. Í­búar á Seyðis­firði upp­lifðu mikinn veður­ofsa sem varð meðal annars til þess að hið sögu­fræga Angró-hús féll saman.

Geim­ferða­stofnun Banda­ríkjanna ætlar að reyna í fyrsta sinn í dag að hafa á­hrif á stefnu smá­stirnis því skyni að geta brugðist við ef slíkur loft­steinn stefnir á Jörðina.

Hinn þekkti harmoníku­leikari, Reynir Jónas­son er 90 ræður í dag. Hann heim­sækir Frétta­vaktina í til­efni dagsins með nikkuna í far­teskinu.

Og veðrið: Fremur hæg breyti­leg átt á morgun, en norðan strekkingur við austur­ströndina fram undir há­degi. Skýjað með köflum á landinu og yfir­leitt þurrt. Hiti breytist lítið.