Prófessor í kynja­fræði segir að við­brögð við kyn­ferðis­legi á­reiti geti orðið fliss, hlátur eða önnur merki sem ekki beri þeirri al­vöru vitni sem þolandi finni fyrir. Hún nefnir deilu­málin í Flokki fólksins á Akur­eyri sem dæmi um þetta. Gyða Margrét Péturs­dóttir kynja­fræðingur ræðir um­talaðasta mál stjórn­málanna í Frétta­vaktinni á Hring­braut í kvöld.

Þá verður í þættinum talað við Arn­dísi Önnu Kristínar­- og Gunnars­dóttur þing­mann, sem segir að nauðungar­flutningar fólks muni aukast á næstunni. Ríkis­lög­reglu­stjóri hefur lýst yfir hættu­stigi á Kefla­víkur­flug­velli.

Einnig verður litið við í Hrís­ey í þættinum. Blaða­mennirnir Oddur Ævar Gunnars­son og Ingunn Lára Krist­hándóttir blaða­menn ræða fréttir dagsins.

Hægt er að sjá þáttinn hér fyrir neðan.