Á Fréttavakt kvöldsins fjöllum við um fjögurra manna fjöldskyldu sem missti allt sitt í bruna um helgina en segir ótrúlegt hvað fólk sé hjálplegt.   Þau séu búin að fá ótrúlega mikla aðstoð frá bæði frá fjölskyldu og ókunnugum.

Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðiprófessor segir að erfiður þingvetur sé framundan hjá ríkisstjórninni, sem muni byrja með skýrslu Ríkisendurskoðunar um bankasöluna.  Alþingi verður sett á þriðjudag.

Þrjú íslensk nýsköpunarfyrirtæki hafa aflað erlendra styrkja upp á ríflega tvo milljarða króna á síðustu vikum. Íslensk verkefni sem tengjast loftslagsvandanum eiga sérstaklega mikið inni segir sérfræðingur.

Leitin er hafin að fugli ársins. Við fáum kosningastjóra himbrimans og jaðrakansins í heimsókn.