Á Fréttavaktinni í kvöld verður rætt við Lilju Alferðsdóttur menningarráðherra sem segir að sér þyki miður sú gagnrýni sem skipan hennar í stöðu þjóðminjavarðar hefur vakið, hún standi þó við ákvörðun sína.

Prófessor í safnafræði við HÍ segir ráðningu þjóðminjavarðar engan veginn sæmandi ráðherra.  Harpa Þórsdóttir sem fékk stöðuna eigi ekki að taka þátt í geðþóttaákvörðun sem þessari með því að þiggja starfið.

Nýkjörinn formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir að samtökin eigi að taka að sér fleiri verkefni í framtíðinni, þar á meðal framhaldsskólann og fylgja þannig börnum allt til fullorðinsára.