Blaða­mennirnir Helena Rós Sturlu­dóttir og Bene­dikt Arnar Þor­valds­son fara yfir fréttir dagsins. Helena ræðir um um­mæli ráð­herranna Jóns Gunnars­sonar og Guð­mundur Ingi Guð­brands­sonar. Bene­dikt ræðir um niður­fellingu nætur­strætós.

Ilmur Kristjáns­dóttir leik­kona segir að les­hraða­próf séu úr­elt þar sem ekki er tekið við­mið af skilningi eða flutningi. Við leggjum prófið einnig fyrir nokkra blaða­menn.

Þór­dís Jóna Sigurðar­dóttir er nýr for­stjóri Mennta­mála­stofnunnar, eða þeirrar stofnunar sem tekur við starfi hennar. Hún segir að þrátt fyrir frétta­flutning gær­dagsins sé ekki búið að segja fimm­tíu og fimm manns upp. Til þess þurfi þing­skipun.

Arn­dís Anna Kristínar­dóttir Gunnars­dóttir, þing­kona Pírata, gagn­rýnir harð­lega að Strætó ætli að hætta nætu­r­akstri. Hún segir ekki síst um öryggis­mál að ræða.

Stór­leik­konan Aníta Briem var að ljúka tökum á nýrri á þátta­seríu um ástina, sem hún skrifar sjálf. Aníta ræðir leik­listina og til­finningarnar sem keyra okkur á­fram, á Frétta­vaktinni.