Á Fréttavakt kvöldsins segjum við frá því að hreinsunarstarf á Reyðarfirði gat hafist í dag eftir óveðrið mikla í gær og í fyrradag. Reyðfirðingar muna ekki eftir eins ofsafengnum vindhviðum. Áætlað tjón á svæðinu skiptir hundruðum milljóna.

Formaður Íslandsdeildar alþjóðaráðs safna segir engan vafa leika á því að Lilja Alferðsdóttir menningarmálaráðherra hafi harmað eigin skipan í stöðu þjóðminjavarðar á safnaþingi fyrir austan. 

Fasteignaverð í öllum stærðarflokkum er nú í fyrsta skipti um margra mánaða skeið á niðurleið. Við rýnum í húsnæðismarkaðinn.

Við förum í réttir í Ólafsfirði, og fylgjumst með því þegar félag hobbýbænda rak fé sitt af fjalli til rétta,  í gegnum Ólafsfjarðarbæ viðstöddum til mikillar ánægju.