Á fréttavaktinni í kvöld verður fjallað ítarlega um eldgosið sem hófst Reykjanesskaga. Gosið er í vestanverðum Merardölum við Fagradalsfjall og er sprungan um 500 metrar. Gosið hófst um klukkan 13:20 Í dag.

Ari Trausti Guðmundsson jarðvísindamaður verður fréttamönnum Fréttavaktarinnar til halds og trausts. Hann segir gosið er mun öflugara en upphafið var á síðasta gosi sem hófst í Geldingardölum í fyrra.

Við ræðum við bæjarstjórann í Grindavík sem segir hættulegar aðstæður á gosstaðnum og varar fólk eindregið við því að fara þangað á þessum tímapunkti.

Tómas Már Sigurðsson forstjóri HS orku segir viðbragðsáætlanir fyrirtækisins að fullu virkjaðar vegna umbrotanna á Reykjanesi. Fyrirtækið er eitt mikilvægasta innviðafyrirtæki á svæðinu sem framleiðir, rafmagn og bæði heitt og kalt vatn fyrir byggðina og Keflavíkurflugvöll.