Á Fréttavaktinni í kvöld sýnum við frá setningu Alþingis 153 löggjafarþing í dag.  Fyrst gengu ráðamenn fylktu liði til guðsþjónustu í Dómkirkjunni og að því loknum setti Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands þingið og minntist meðal annars Elísabetar II Bretadrottningar í setningarræðu sinni.

Þingmenn segjast hlakka til komandi þings við tókum nokkra þeirra tali fyrir þingsetninguna ì dag.

Þá segjum við frá nýsköpunar- og hugleiðslufyrirtækinu Flow sem hefur verið tilnefnt til virtustu líftækniverðlauna heims. Stofnandi Flow segist vilja auka vellíðan fólks með því að flytja út íslenska náttúru í gegnum sýndarveruleika.