Á Fréttavaktinni í kvöld segjum við frá því að rúmlega þrjátíu hjúkrunarfræðingar á bráðamóttöku Landspítalans hætta störfum á næstu mánuðum, þar af 14 á morgun, 1. september. Bráðahjúkrunarfræðingur segist hafa miklar áhyggjur af stöðunni.

Þórólfur Guðnason vann sinn síðasta dag sem sóttvarnalæknir í dag eftir mikið álagstímabil í tengslum við Covid faraldurinn. Hann er spenntur fyrir komandi tímum og hlakkar til að verja meiri tíma með fjölskyldunni.

Ríkisráðsfundur fór fram á Bessastöðum í dag.  Slíkir fundir eru haldnir tvisvar á ári, þar sem forseti Íslands fær ríkisstjórnina til fundar við sig.

Hundurinn Oreo hefur skipulagsátak með krökkum í næstu viku, hægt er að fá aukastig fyrir minni skjátíma og að hrósa öðrum.

Þeir Sigmundur Ernir og Tómas Guðbjartsson fjalla um gönguleiðir um Fimmvörðuháls.