Þó að kórónu­veirufar­aldurinn sé að baki í augum flestra hefur til­fellum í Bret­landi farið fjölgandi síðustu daga. Vísinda­menn óttast að breska heil­brigðis­kerfið verði undir miklu á­lagi í vetur.

E­vening Standard greinir frá þessu og segir frá því að Co­vid-til­fellum hafi fjölgað um 14 prósent á síðustu sjö dögum. Um 1,1 milljón manna greindust með veiruna síðustu vikuna í septem­ber saman­borið við 927 þúsund vikuna þar á undan.

Tim Spector, prófessor í far­aldurs­fræði og stofnandi ZOE-appsins, segir að ný bylgja veirunnar sé þegar farin af stað. Nokkrar milljónir manna nota appið en þar ýmsum upp­lýsingum um ein­kenni CO­VID-19 safnað saman.

Spector segir við E­vening Standard að leið­beiningar breskra yfir­valda um veiruna séu úr­eltar og hrein­lega rangar. Helstu ein­kenni ó­míkrón-af­brigðisins sem nú er á­berandi séu einna helst særindi í hálsi, en sam­kvæmt opin­berum gögnum séu helstu ein­kennin hiti og skert bragð- og lyktar­skyn. Óttast Spector að margir viti ekki að þeir séu með veiruna.

Þá segir í frétt E­vening Standard að margt bendi til þess að ný af­brigði eigi auð­veldara með að komast undan ó­næmi af völdum fyrri af­brigða.

Annar prófessor sem E­vening Standard ræddi við, Lawrence Young, tók undir varnaðar­orð Spectors og sagði að bresk heil­brigðis­yfir­völd væru í raun búin að loka augunum fyrir nýjum af­brigðum þar sem búið er að draga veru­lega úr sýna­tökum.

Young og Spector eru þeirrar skoðunar að bresk yfir­völd ættu að leggja aftur á­herslu á að fólk fari í sýna­töku ef það er með ein­kenni. Young vill meira að segja ganga svo langt að leggja til að grímu­skylda verði tekin aftur upp innan­dyra.