Ný bylgja kórónu­veirunnar er í fæðingu í Evrópu nú þegar farið er að kólna og vetur að nálgast. Á­stæðuna má að hluta rekja til trega fólks til að láta bólu­setja sig enn eina ferðina og mis­vísandi upp­lýsinga um tegundir bólu­efna sem fólki stendur til boða.

CNN greinir frá þessu og segir frá því að ó­míkrónaf­brigði veirunnar, BA.4/5, sem var á­berandi í sumar, sé enn að baki flestum nýjum smitum. Þó er bent á að ný ó­míkrónaf­brigði séu að ná fót­festu.

Sam­kvæmt tölum Al­þjóða­heil­brigðis­mála­stofnunarinnar fjölgaði kórónu­veiru­til­fellum í ríkjum Evrópu­sam­bandsins um átta prósent í síðustu viku frá vikunni á undan. Alls greindust 1,5 milljónir manna í síðustu viku en bent er á að mun færri sýni hafi verið tekin þá en vikuna á undan. Sam­hliða fjölgun smita hefur inn­lögnum á sjúkra­hús einnig fjölgað síðustu vikur.

Ítalía fór heldur illa út úr fyrstu bylgju far­aldursins og í um­fjöllun CNN er bent á að smitum þar hafi fjölgað hratt síðustu vikur. Inn­lögnum Co­vid-sjúk­linga fjölgaði um 32 prósent í síðustu viku frá vikunni á undan og inn­lögnum á gjör­gæslu fjölgaði um 21 prósent. Á Bret­lands­eyjum fjölgaði inn­lögum um 45% milli vikna.