Líkt og með svo margt ann­að hef­ur COVID-far­ald­ur­inn haft mik­il á­hrif á list­a Econ­om­ist Intell­i­genc­e Unit yfir þær borg­ir heims þar sem best er að búa. Við­brögð ríkj­a heims við far­aldr­in­um hafa ver­ið æði mis­jöfn og end­ur­spegl­ast það í list­an­um, borg­ir í lönd­um þar sem bet­ur hef­ur geng­ið í bar­átt­unn­i gegn veir­unn­i fara upp á list­an­um á með­an borg­ir í lönd­um þar sem verr hef­ur geng­ið fall­a.

Könn­un­in tók til 140 borg­a um heim all­an þar sem horft var til stöð­ug­leik­a, inn­við­a og að­geng­is að mennt­un og heil­brigð­is­þjón­ust­u. Með­al­ein­kunn borg­a féll um sjö stig mill­i ára og er far­ald­ur­inn helst­a á­stæð­an.

Sam­kvæmt henn­i er hverg­i betr­a að búa en í Auck­land í Nýja-Sjá­land­i. Þar hef­ur bar­átt­ann við COVID geng­ið vel þökk sé ströng­um sótt­varn­a­að­gerð­um og marg­ir Ný­sjá­lend­ing­ar hafa kos­ið að flytj­a heim eft­ir að far­ald­ur­inn braust út.

Tæp­leg­a ein og hálf millj­ón býr í Auck­land.
Mynd/Pixabay

Vín­ar­borg í Aust­ur­rík­i hef­ur trjón­að á topp­i list­ans síð­ast­lið­in þrjú ár en fell­ur nú í tólft­a sæti og á þar far­ald­ur­inn stærst­an hlut að máli. Í umsögn sem fylg­ir nið­ur­stöð­un­um seg­ir að á­lag­ið á heil­brigð­is­kerf­i Vín­ar sé helst­a á­stæð­a þess að borg­in fell­ur jafn mik­ið og raun ber vitn­i. Þett­a á einn­ig við um aðr­ar Evróp­u­borg­ir sem færð­ust nið­ur list­ann.

Vín­ar­borg að næt­ur­lag­i.
Mynd/Flickr

Fyrst­u sex sæti list­ans skip­a borg­ir í Asíu eða Eyj­a­álf­u. Í öðru sæti er Osak­a í Jap­an, þar á eft­ir kem­ur Adel­a­i­de í Ástral­í­u, Well­ingt­on í Nýja-Sjá­land­i, Tók­í­ó í Jap­an og þá Perth í Ástral­í­u. Evróp­a kemst í sjö­und­a sæt­ið þar sem finn­a má Zur­ich í Sviss. Þar á eft­ir kem­ur önn­ur sviss­nesk borg, Genf, og átt­und­a og ní­und­a sæti skip­a Mel­bo­ur­ne og Bris­ban­e í Ástral­í­u.

Minn­­a var um breyt­­ing­­ar í neðst­­u sæt­­um list­­ans og seg­ir í skýrsl­u sem fylg­ir list­an­um að að­stæð­ur í þeim borg­um þar sem verst er að búa hafi ekki batn­að á síð­ast­liðn­u ári. Þar rek­­ur Dam­­a­sk­us í Sýr­l­and­­i lest­­in­­a líkt og und­­an­f­ar­­in ár en borg­­ar­­a­str­íð hef­­ur geis­­að í land­­in­­u síð­­an 2011. Lag­­os í Níg­­er­­í­­u er í næst­­síð­­ast­­a sæti en fimm af þeim tíu borg­­um sem verst er að búa í eru í Afrík­­u.