Sótt­varna­ráð­stöfunum á landa­mærum Ís­lands verður fram haldið í ó­breyttri mynd þar til 1. febrúar á næsta ári. Þetta var á­kveðið á fundi ríkis­stjórnar í morgun.

Þar var enn­fremur tekin sú á­kvörðun að frá og með 10. desember verði vott­orð um að fólk hafi fengið CO­VID-19 og að sýking sé af­staðin tekin gild og veiti undan­þágu frá þeim kröfum sem annars eru gerðar.

Næsta á­kvörðun um fyrir­komu­lag á landa­mærum verður tekin eigi síðar en 15. janúar.

Á­kvörðunin byggir meðal annars á minnis­blaði vinnu­hóps heil­brigðis­ráðu­neytisins um viður­kenningu vott­orða og efna­hags­legu mati starfs­hóps fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytisins á til­lögum að breyttum að­gerðum á landa­mærum.

Far­þegar geta sam­kvæmt þessu á­fram valið á milli þess að fara í tvær sýna­tökur vegna CO­VID-19 með 5 daga sótt­kví á milli þar til niður­staða seinni sýna­töku liggur fyrir, eða sleppa sýna­töku og sitja í 14 daga sótt­kví frá komunni til landsins.