Nuddarinn sem kærði leikarann Kevin Space fyrir kynferðisbrot í fyrra er látinn. Maðurinn, sem ávallt neitaði að koma fram undir nafni, sakaði Spacey um að hafa káfað á sér og neytt sig til að snerta á honum kynfærin í tvígang þegar hann var í nuddi hjá honum. Atvikið á að hafa átt sér stað á heimili leikarans árið 2016 í Malibu í Kaliforníu.

Lögfræðingur mannsins staðfesti þetta í gær. Kevin Spacey hefur neitað sök í því máli. Afkomendur mannsins fá 90 daga frest til ákveða hvort kæran standi eða falli niður.

Bresk lögregluyfirvöld rannsaka sex ásakanir á hendur Spacey um kynferðisbrot sem eiga að hafa átt sér stað milli áranna 1996 og 2013.

Annað mál gegn Spacey var fellt niður síðastliðinn júlí eftir að aðal-sönnunargagnið í málinu hvarf. Ungi maðurinn sem sakaði Spacey um að hafa brotið gegn sér kynferðislega neitaði að bera vitni fyrir dómstólum og var því málið fellt niður.