Lenya Rún Taha Karim, frambjóðandi fyrir Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður, segir það vera mikil vonbrigði að fá ekki sæti á Alþingi. Endurtalning á atkvæðum í Norðvesturkjördæmi hrærðu mikið í því hverjir fengu sæti á næsta þingi.
„Nú hefði ég verið fyrsta brúna manneskjan inn á þingi og yngsti kjörni fulltrúi Íslands og núna er það allt bara farið,“ segir Lenya í samtali við Fréttablaðið. Hún segir það líka leitt að sjá að núna verði kynjahlutfallið á alþingi aftur skekkt körlum í hag.
„Að sjálfsögðu er ég vonsvikin en það er svo sem ekkert sem við getum gert í þessu og við vonum bara að stjórnarandstaðan verði áfram sterk,“ segir Lenya.
Jæja þetta voru góðir 9 tímar
— Lenya Rún (@Lenyarun) September 26, 2021