Lenya Rún Taha Ka­rim, fram­bjóðandi fyrir Pírata í Reykja­víkur­kjör­dæmi norður, segir það vera mikil von­brigði að fá ekki sæti á Al­þingi. Endur­talning á at­kvæðum í Norð­vestur­kjör­dæmi hrærðu mikið í því hverjir fengu sæti á næsta þingi.

„Nú hefði ég verið fyrsta brúna manneskjan inn á þingi og yngsti kjörni full­trúi Ís­lands og núna er það allt bara farið,“ segir Lenya í sam­tali við Frétta­blaðið. Hún segir það líka leitt að sjá að núna verði kynja­hlut­fallið á al­þingi aftur skekkt körlum í hag.

„Að sjálf­sögðu er ég von­svikin en það er svo sem ekkert sem við getum gert í þessu og við vonum bara að stjórnar­and­staðan verði á­fram sterk,“ segir Lenya.