Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar, segir ljóst af hlaðvörpun og skrifum á samfélagsmiðlum að dæma eigi margir erfitt með að sjá konu leiða Knattspyrnusamband Íslands.

Vanda Sigurgeirsdóttir var kjörinn formaður KSÍ í byrjun október eftir að Guðni Bergsson sagði af sér vegna vantrausts á stjórn sambandsins í kjölfar meintra ofbeldisbrota leikmanna íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu.

„Umhverfið bendir stanslaust á að hún sé ekki að gera nóg, eða of mikið og sumir gagnrýna hana í hverju skrefi. Hvar er inneignin sem þessi stórstjarna í íslenskum fótbolta á?“ spyr Þórdís Lóa í nýrri færslu á Facebook.

„Í haust stóð KSÍ í ljósum logum. En nú er manneskja í brúnni sem er til í slaginn.“

Þórdís Lóa segir ásýnd KSÍ hafa sannarlega breyst frá því að Vanda tók við. Vanda sé öflug kona ætti að fá tækifæri til að lkára vegferð sína. Nú þurfi samfélagið að standa með henni og gefa henni tækifæri að sameina hreyfinguna á ný.

„Í haust stóð KSÍ í ljósum logum. En nú er manneskja í brúnni sem er til í slaginn til að taka á erfiðum málum sem þar komu upp, fyrir betra og heilbrigðara fótboltaumhverfi og samfélagi öllu. “