Odd­vitar Fram­sóknar, Sam­fylkingar, Pírata og Við­reisnar í borgar­stjórn voru bjart­sýnir í upp­hafi form­legra meiri­hluta­við­ræðna. Þetta er meðal þess sem fram kom á blaða­manna­fundi odd­vita flokkanna rétt í þessu.

Einar Þor­steins­son, odd­viti Fram­sóknar, opnaði fundinn. Hann sagði sam­töl odd­vitanna hafa verið góð. „Við í Fram­sókn höfum átt sam­tal við okkar bak­land, njótum fulls trausts og höfum um­boð til að ganga til þessara við­ræðna.“

Þá sögðust Dóra Björt Guð­jóns­dóttir, odd­viti Pírata, Þór­dís Lóa Þór­halls­dóttir, odd­viti Við­reisnar og Dagur B. Eggerts­son, odd­viti Sam­fylkingar, öll vera bjart­sýn á að við­ræðurnar myndu ganga vel. Þór­dís segir mál­efnan­legan þétt­leika með hópnum.

Fram­sókn að taka af skarið

Hópurinn bauð blaðamönnum að spyrja spurninga að tölu lokinni. Þau voru meðal annars spurð að því hvers vegna þau væru að boða til blaða­manna­fundar í upp­hafi form­legra við­ræðna.

Svaraði Einar því að sér hefði þótt mikil­vægt að fjöl­miðlar fengu tæki­færi til að spyrja spurninga. „Það hefur verið skorað á okkur Fram­sóknar­fólk að taka af skarið. Við erum að gera það. Ég sé sam­hljóm milli þessara flokka.“

Segir hina flokkana reiðu­búna í breytingar

Þá voru odd­vitar hinna flokkanna, sem allir voru áður í meiri­hluta, spurðir að því hvort að þeir væru reiðu­búnir til að gangast við breytingum líkt og Fram­sókn hefði rætt um.

Svaraði Þór­dís Lóa því að það væri á hreinu. „Við höfum verið mjög skýr með það, að nú er nýtt upp­haf og nýtt kjör­tíma­bil að hefjast. Þetta er nýjar meiri­hluta­við­ræður sem við erum að fara í, við erum til í breytingar og til í að tala saman um fram­tíðar­sýn þessarar borgar.“

Svöruðu litlu um borgar­stjórar­stólinn

Þá var Dagur B. spurður hvort til greina kæmi að hann yrði ekki borgar­stjóri á nýju kjör­tíma­bili. „Ég hef í­trekað sagt að ég hef ekki gengið til þess­sara við­ræðna með neina úr­slita­kosti. Við höfum líka sam­mælst um að núna förum við í það að ræða mál­efnin og ræða verka­skiptinguna í lokin.“

Einar Þor­steins­son var spurður að því hvort sér finndist rétt­lætan­legt að hann yrði borgar­stjóri, hafandi enga reynslu af því að sitja í borgar­stjórn.

„Þetta er góð spurning. Ég held að kjós­endur ráði því hver úr­slit kosninganna eru. Ég ætla ekkert að út­tala mig um það hver eigi að vera borgar­stjóri, hve­nær eða hvernig það verður. Við leggjum á­herslu á mál­efnin og það ræður för næstu daga.“