„Þetta er stórt skref í loftslags- og loftgæðamálum á Íslandi. Þessi áfangi um rafvæðingu flutningaskipa á að geta dregið úr losun mengandi lofttegunda á starfssvæði Faxaflóahafna um tuttugu prósent,“ segir Skúli Helgason, stjórnarformaður Faxaflóahafna.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið, Reykjavíkurborg, Faxaflóahafnir, Veitur, Samskip og Eimskip undirrituðu í gær viljayfirlýsingu um að taka í notkun háspennibúnað fyrir flutningaskip við Sundabakka og Vogabakka í Reykjavík.

Faxaflóahafnir, Veitur og ríkið leggja til 100 milljónir króna hvert um sig í verkefnið. Skúli segir að næsta skref verði svo að tengja skemmtiferðaskipin við rafmagn. „Við lítum á þetta sem upptakt fyrir landtengingu skemmtiferðaskipa við rafmagn en það verður öllu stærra og fjárfrekara verkefni.“ –