Fréttir

Nýr vefur sýnir tekjur allra landsmanna

Nýr vefur hefur verið opnaður þar sem hægt er að fletta upp tekjum allra landsmanna gegn gjaldi.

Á vefnum er hægt að fletta upp tekjum allra landsmanna Fréttablaðið/Stefán

Nýr vefur hefur verið opnaður sem sýnir framtalin laun og fjármagnstekjur allra Íslendinga. Greiða þarf fyrir áskrift af vefnum en upplýsingarnar eru fengnar úr nýjustu skattskrá ríkisskattstjóra. 

Tveir tekjuhæstu með 3.2 milljarða í tekjur á ári

Á vefnum segir að um árabil hafi tíkast að birta fréttir og gefa út tímarit með upplýsingum um tekjur valinna skattgreiðenda. Þá hafi ríkisskattstjóri að eigin frumkvæði birt upplýsingar um þá einstaklinga sem greiða hæstu skattana. Þar kemur t.d. fram að tveir tekjuhæstu Íslendingarnir höfðu um 3,2 milljarða króna hvor í tekjur á árinu og greiddu af því um 20% skatt, enda sé að mestu um að ræða fjármagnstekjur. Þá er á vefnum hægt að nálgast upplýsingar um tekjuhæstu einstaklingana í hverju sveitarfélagi, hvort  sem miðað er við launa- eða fjármagnstekjur.

Mynd/Skjáskot

„Mikil umræða hefur gjarnan sprottið af birtingu þeirra upplýsinga, en hún hefur takmarkast við lítinn hóp fólks og ekki endilega gefið raunsanna mynd af tekjum Íslendinga. Þeir sem fagnað hafa útgáfu tímaritanna geta nú glaðst yfir tilkomu þessa vefjar, enda sýnir hann framlag allra skattgreiðenda í sameiginlega sjóði og stuðlar að auknu gagnsæi í umræðu um tekjudreifingu í samfélaginu,“ segir á vefsíðunni. 

Útreikningar á mánaðartekjum byggja á útsvarsgreiðslum hvers skattgreiðanda, að teknu tilliti ólíkrar útsvarsprósentu í hverju sveitarfélagi. Rétt er að árétta, að um heildartekjur hvers einstaklings er að ræða og í sumum tilvikum endurspegla þær ekki föst laun viðkomandi. 

Í skattskrá er ekki að finna upplýsingar um fjölda launagreiðanda og hvort einstaklingur sinni mörgum launuðum störfum eða aðeins einu. Einnig eru tilgreindar á vefnum fjármagnstekjur, sem reiknaðar eru af fjármagnstekjuskatti eins og hann er tilgreindur í skattskrá.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Verkalýðsmál

Sakar Bryn­dísi um hroka í garð verka­lýðs­for­ystunnar

Innlent

Bryn­dís segir femín­ista hata sig: „Hvar er ég stödd?“

Innlent

Opnar sig um HIV: „Tón­listin eins og græðis­­myrsl“

Auglýsing

Nýjast

Ratclif­fe vinnur að því að koma milljörðum punda frá Bret­landi

Leggja 200 prósent tolla á allar vörur frá Pakistan

Fimm létust í skot­á­rás á ferða­manna­stað í Mexíkó

Shamima fæddi barn í flótta­manna­búðunum

Röktu slóð ræningjans í snjónum

Sagður hafa svið­sett á­rásina á sjálfan sig

Auglýsing