Bílar

Nýr Subaru Forester kynntur 26. mars

Búist er við því að stærð Forester aukist og með því muni innanrými bílsins stækka talsvert.

Þessi stríðnimynd Subaru gefur ekki mikið til kynna um útlit nýrrar kynslóðar bílsins.

Subaru mun kynna nýja kynslóð hins vinsæla Forester bíls síns á bílasýningunni í New York sem hefst 26. mars. Þar mun Toyota einnig kynna breyttan RAV4 jeppling sinn. Ekki sést mikið á þessari mynd, sem Subaru hefur látið frá sér, hvernig nýr Forester muni líta út en hann á víst að fá mikil útlitseinkenni frá VIZIV Future tilraunabíl Subaru sem fyrirtækið kynnti á bílasýningunni í Tokýó árið 2015. Nýr Forester mun sitja á nýjum SGP undirvagni en hann er einnig udir nýrri gerð Subaru Impreza. 

Ljóst er að fjögurra strokka boxer vél verður í bílnum og SVT sjálfskipting og nú mun Forester fá verðlaunaða öryggisbúnaðinn EyeSight líkt og Subaru Outback. Búist er við því að stærð Forester aukist og með því muni innanrými bílsins stækka talsvert. Á sumum markaðssvæðum hefur Forester verið í boði í tS-kraftaútfærslu, svo sem í heimalandinu Japan og í Ástralíu og vonir standa til að nýja kynslóðin verði í boði þannig á fleiri mörkuðum með nýrri kynslóð bílsins. Einig má búast við Hybrid-útgáfu bílsins á seinni stigum, en allavega ekki í fyrstu. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Bílar

Rafknúnir og mengunarlausir vetnisbílar Hyundai komnir í umferð á Íslandi

Bílar

Náði 218 km meðalhraða í Isle of Man TT keppninni

Bílar

Náði 218 km meðalhraða í Isle of Man TT keppninni

Auglýsing

Nýjast

Innlent

Ferðamaður fékk rúmlega 216 þúsund króna sekt

Erlent

Segir ómannúðlegt að aðskilja börn og foreldra

Kólumbía

Iván Duque kjörinn forseti Kólumbíu

Innlent

Búið að opna yfir Kjöl

Innlent

Ofurölvi og velti bílnum í Ártúnsbrekku

Efnahagsmál

Íbúðafjárfesting er farin að taka við sér

Auglýsing