Bílar

Nýr Opel Grandland X frumsýndur

1,2 lítra Pure tech bensínvélin sem er í Grandland X var valin vél ársins 2018. Vélin skilar 130 hestöflum, hámarkstogið er 230 Nm og eyðslan 5,2-5,3 lítrar.

Opel Grandland X.

Nýr Opel Grandland X verður frumsýndur í sýningarsal Opel Krókhálsi 9 á morgun, laugardag klukkan 12-16. Opel Grandland X er flaggskip Opel í flokki sportjeppa en þar eru fyrir Opel Crossland X og Mokka X. Crossland X hefur fengið góðar viðtökur hér á landi en hann var frumsýndur nú í vor. Mokka X er einn mest seldi bíllinn í Evrópu í flokki sportjeppa en þessi flokkur fer ört stækkandi um allan heim.

Grandland X er stærstur af þessum þremur sportjeppum og kemur hingað til landsins til að byrja með í 
tveimur útfærslum, Enjoy og Innovation. Báðar útfærslurnar eru ríkulega búnar en meira af staðalbúnaði er að finna í Innovation. Báðar útfærslurnar af Grandland X sem koma hingað til lands eru framhjóladrifnar  með sérlega sparneytnum, hljóðlátum, umhverfisvænum en um leið aflmiklum bensínvélum. 1,2 lítra Pure tech bensínvélin sem er í Grandland X var valin vél ársins 2018. Vélin skilar 130 hestöflum og hámarkstogið er 230 Nm. Eyðslan er aðeins frá 5,2-5,3 lítrar á hundraðið miðað við blandaðan akstur og CO2 útblástur er frá 120-121 g/km.

Nýr Grandland X er fallega hannaður bæði að innan sem utan. Opel hefur lagt mikið í hönnun á innanrými sportjeppans og hefur tekist vel til. Grandland X er mjög rúmgóður að innan fyrir farþega bæði frammí og afturí. Þá er farangursrými sportjeppans mjög rúmgott. Sérstakt frumsýningartilboð verður í gangi en þar er um að ræða 200.000 króna afslátt af nýjum Opel Grandland X.

Laglegt innanrými í Opel Grandland X.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Bílar

Milljón mílna Hyundai Elentra

Bílar

Tesla meira virði en Daimler

Bílar

Honda Passport rúllar af böndunum

Auglýsing

Nýjast

Jón Gnarr og Frosti deila um opin­bera smánun

Hvetja foreldra til að sækja börn í frístund

Mikil­vægt að ganga vel frá lausum munum

May sögð ætla að fresta Brexit-at­kvæða­greiðslu

Fjöldamorðingi dæmdur fyrir 56 morð til viðbótar

Jemt­land í á­tján ára fangelsi fyrir morðið á eigin­konu sinni

Auglýsing