Bílar

Nýr Opel Grandland X frumsýndur

1,2 lítra Pure tech bensínvélin sem er í Grandland X var valin vél ársins 2018. Vélin skilar 130 hestöflum, hámarkstogið er 230 Nm og eyðslan 5,2-5,3 lítrar.

Opel Grandland X.

Nýr Opel Grandland X verður frumsýndur í sýningarsal Opel Krókhálsi 9 á morgun, laugardag klukkan 12-16. Opel Grandland X er flaggskip Opel í flokki sportjeppa en þar eru fyrir Opel Crossland X og Mokka X. Crossland X hefur fengið góðar viðtökur hér á landi en hann var frumsýndur nú í vor. Mokka X er einn mest seldi bíllinn í Evrópu í flokki sportjeppa en þessi flokkur fer ört stækkandi um allan heim.

Grandland X er stærstur af þessum þremur sportjeppum og kemur hingað til landsins til að byrja með í 
tveimur útfærslum, Enjoy og Innovation. Báðar útfærslurnar eru ríkulega búnar en meira af staðalbúnaði er að finna í Innovation. Báðar útfærslurnar af Grandland X sem koma hingað til lands eru framhjóladrifnar  með sérlega sparneytnum, hljóðlátum, umhverfisvænum en um leið aflmiklum bensínvélum. 1,2 lítra Pure tech bensínvélin sem er í Grandland X var valin vél ársins 2018. Vélin skilar 130 hestöflum og hámarkstogið er 230 Nm. Eyðslan er aðeins frá 5,2-5,3 lítrar á hundraðið miðað við blandaðan akstur og CO2 útblástur er frá 120-121 g/km.

Nýr Grandland X er fallega hannaður bæði að innan sem utan. Opel hefur lagt mikið í hönnun á innanrými sportjeppans og hefur tekist vel til. Grandland X er mjög rúmgóður að innan fyrir farþega bæði frammí og afturí. Þá er farangursrými sportjeppans mjög rúmgott. Sérstakt frumsýningartilboð verður í gangi en þar er um að ræða 200.000 króna afslátt af nýjum Opel Grandland X.

Laglegt innanrými í Opel Grandland X.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Bílar

Honda lokar verksmiðju í Bretlandi

Bílar

Rolls Royce hefur ekki undan að framleiða Cullinan

Bílar

Framleiðslu Opel Cascada hætt í sumar

Auglýsing

Nýjast

Verja þurfi „frek­lega blekkta neyt­endur“

Skárust í leikinn í slags­málum við Mela­skóla

„Hags­munum land­búnaðarins fórnað fyrir heild­sala“

Þykir frum­­varp um inn­flutning fela í sér upp­­­gjöf

Komin með um­boð til að slíta við­ræðum

Óska eftir vitnum að líkams­á­rásinni á gatna­mótunum

Auglýsing