Hugbúnaðarfyrirtækið Novomatic Lottery Solutions verður lagt niður á Íslandi undir lok ársins. RÚV greinir frá þessu. Þar segir að um 70 manns hafi unnið hjá fyrirtækinu, sem hanni hugbúnað fyrir lottófyrirtæki.

Átján manns var að sögn sagt upp í fyrra. Fram kemur í fréttinni að á starfsmannafundi í gær hafi starfsfólk verið upplýst um lokunina.